Haukur Heiðar í liði ársins

Haukur Heiðar á lokahófi KA um s.l. helgi.
Haukur Heiðar á lokahófi KA um s.l. helgi.
Haukur Heiðar Hauksson, fyrirliði KA, var valinn í lið ársins í 1. deild Íslandsmótsins á Fotbolti.net, en niðurstaða vefsíðunnar var kunngjörð síðdegis í dag.

Haukur Heiðar var einnig einn af þremur sem komu til greina sem efnilegasti leikmaður ársins í 1. deildinni í ár.

Tveir aðrir KA-menn fengu atkvæði í kjörinu í lið ársins - þ.e. varnarmaðurinn Boris Lumbana og markmaðurinn Sandor Matus. Það voru fyrirliðar og þjálfarar liðanna í 1. deildinni sem greiddu atkvæði í vali Fotbolti.net.

Lið ársins í 1. deildinni er annars þannig skipað:

Markvörður:
Kristján Finnbogason (Grótta)

Varnarmenn:
Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Reynir Leósson (ÍA)
Guðjón Heiðar Sveinsson (ÍA)
Haukur Heiðar Hauksson (KA)

Miðjumenn:
Mark Doninger (ÍA)
Babacarr Sarr (Selfoss)
Jón Daði Böðvarsson (Selfoss)

Sóknarmenn:
Gary Martin (ÍA)
Hjörtur Júlíus Hjartarson (ÍA
Sveinbjörn Jónasson (Þróttur)