Skallinn góður! Haukur skallar boltann í leik með 2. flokki á KA-vellinum.
- Valinn maður leiksins af KA-mönnum og fær út að borða á Strikið
Haukur Hinriksson hinn ungi
miðvörður KA-liðsins var að vonum svekktur eftir leikinn gegn Gróttu í kvöld. Hann skoraði gott skallamark eftir horn en skömmu síðar eftir
mikinn klaufagang í vörninni jöfnuðu gestirnir og þar við sat. Haukur var valinn maður leiksins og fær út að borða á Strikið.
Haukur gekk upp úr öðrum flokki í fyrra og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki síðasta sumar en núna hefur hann verið fastamaður
í liðinu síðan í vetur.
,,Ég er svekktur með að við höfum ekki náð að landa stigunum þremur. Annars spiluðum við
ágætlega á köflum en ég veit að liðið getur miklu betur," sagði Haukur eftir leik.
Haukur hefur nú skorað tvö keimlík mörk úr hornum í fyrstu tveimur leikjum sumarsins.
,,Það er alltaf gaman að
fá tækifæri til að koma fram í hornum og auðvitað þegar maður fær tækifærið reynir maður eins og maður getur að koma
boltanum í netið."
Haukur mun keppa á móti tvíburabróðir sínum, Hinriki, á mánudaginn þegar að KA mætir Draupni í Boganum. Haukur hafði
eftirfarandi að segja um viðureignina.
,,Það er í fyrsta skipti sem við keppum gegn hvorum öðrum en við höfum
ávallt verið í sama liðinu. Ég vona að hann verði settur á mig í hornum svo það séu meiri líkur á að ég
skori. Margir félagar mínir eru einnig í liði Draupnis þannig vonandi verður þetta skemmtilegur leikur eins og bikarleikir eru oftast. Að lokum
vonast ég til að sjá sem flesta KA-menn í Boganum á mánudaginn.“