Haukur Heiðar maður leiksins gegn Aftureldingu

Haukur á ferðinni í leiknum
Haukur á ferðinni í leiknum
Í leiknum á fimmtudagskvöld var hinn ungi hægri bakvörður, Haukur Heiðar Hauksson, valinn maður leiksins af dómnefnd skipaðri hörðum KA stuðningsmönnum.

Haukur átti góðan leik í bakverðinum og átti nokkrar mjög hættulegar fyrirgjafir og áttu þær stóran þátt í mörkum liðsins í leiknum.

Haukur fær gjafabréf frá Strikinu að launum og getur því farið þangað út að borða þegar honum hentar og gætt sér á dýrindis máltíð.