Haukur Ingi Guðnason með fyrirlestur á morgun

Á morgun, miðvikudag, heldur knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason fyrirlestur í Lundarskóla.

Hann kallar fyrirlesturinn “Hugræn færni og árangur í knattspyrnu” . Fyrirlesturinn verður í sal Lundarskóla miðvikudaginn 20. maí kl. 17.00.

Fyrirlesturinn er fyrir þjálfara og iðkendur í 4., 3., 2. og meistaraflokki karla og kvenna hjá KA og Þór/KA. Foreldrar eru hvattir til að mæta líka.  Aðgangseyrir aðeins kr. 200.-