Helena og Lára í 23 manna hóp U17

Helena Jónsdóttir markmaður
Helena Jónsdóttir markmaður
Þorlákur Árnason valdi á dögunum 23 stelpur í æfingahóp U17 ára landsliðsins. Þessar stelpur munu keppa um sæti í 18 manna hóp sem mun spila í forkeppni EM í Búlgaríu í lok september. Hópurinn mun æfa 16. - 17. september en eftir það verður endanlegur hópur valinn.

KA á tvo fulltrúa í þessum æfingahópi. Það eru þær Lára Einarsdóttir og Helena Jónsdóttir.

Lára er miðjumaður, sem hefur tekið þátt í ellefu leikjum Þórs/KA í Pepsí deild kvenna en einnig hefur hún leikið með 3. fl KA og 2. fl Þórs/KA/Völsungs.

Helena er markmaður. Hún hefur spilað fjóra leiki með Þór/KA í Pepsí deild kvenna í sumar en einnig hefur hún verið í markinu hjá 3.fl KA.

Heimasíðan vill óska þessum stelpum til hamingju með þetta og vonast til að sjá þær í lokahópnum sem fer til Búlgaríu.