Helga Hansdóttir þriðja í kjörinu til Íþróttamanns Akureyrar

Helga Hansdóttir tekur við bikar úr hendi Eiríks Björns Björgvinssonar, bæjarstjóra. Til hægri er Þr…
Helga Hansdóttir tekur við bikar úr hendi Eiríks Björns Björgvinssonar, bæjarstjóra. Til hægri er Þröstur Guðjónsson, formaður ÍBA. Mynd: Þórir Tryggvason.
Helga Hansdóttir, Íþróttamaður KA 2011, varð í þriðja sæti í kjörinu til Íþróttamanns Akureyrar 2011. Þetta var kunngjört í hófi á Hótel KEA í kvöld. Íþróttamaður Akureyrar 2011 er sundkonan Bryndís Rún Hansen og í öðru sæti varð handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson.
Helga Hansdóttir, júdókona, átt mjög gott ár og er vel að þessu komin. Knattspyrnufélag Akureyrar óskar henni innilega til hamingju með þriðja sætið.