Helga Hansdóttir tekur við bikar úr hendi Eiríks Björns Björgvinssonar, bæjarstjóra. Til hægri er Þröstur Guðjónsson, formaður ÍBA. Mynd: Þórir Tryggvason.
Helga Hansdóttir, Íþróttamaður KA 2011, varð í þriðja sæti í kjörinu til Íþróttamanns Akureyrar 2011.
Þetta var kunngjört í hófi á Hótel KEA í kvöld. Íþróttamaður Akureyrar 2011 er sundkonan Bryndís Rún Hansen og
í öðru sæti varð handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson.
Helga Hansdóttir, júdókona, átt mjög gott ár og er vel að þessu komin. Knattspyrnufélag Akureyrar óskar henni innilega til hamingju
með þriðja sætið.