Herrakvöld KA föstudaginn 4. apríl

Herrakvöld KA verður haldið föstudaginn 4. apríl í Lóni.

Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk.

Veislustjóri: Björn Þór Sigurbjörnsson rithöfundur
Ræðumaður kvöldsins: Björgúlfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group
Goðsögnin Árni Hermannsson mætir með brauðristina og kassagítarinn. 

Ekki láta þetta kvöld framhjá þér fara, veisluborðið verður ekki að verri endanum og mun happdrætti Gas fara fram þar sem einhver heppinn fær flug til Evrópu.

Miðaverð er einungis 4.990 kr og er forsala í KA-heimilinu til 2. apríl. Miðapantanir og frekari upplýsingar veitir Gassi á gassi@ka-sport.is