Herrakvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið á Hótel KEA föstudagskvöldið 1. apríl. Algjör skyldumæting dyggra unnenda knattspyrnunnar í KA er á herrakvöldið og óhætt er að segja að þeir verði ekki sviknir af góðum mat og góðri skemmtun. Á þessu stigi málsins eru allir sem vettlingi geta valdið beðnir að taka kvöldið frá og vinsamlegast skipuleggja ekki annað að kvöldi 1. apríl (þetta er ekki aprílgabb).
Nefndin vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi og ekki er allt komið í höfn en þó er hægt að segja frá því að hinn knái aðstoðarþjálfari meistaraflokks, Ingvar Már Gíslason, verður veislustjóri og hinn harði KA-maður og stórsöngvari, Ragnar „Sót“ Gunnarsson mætir og segir viðstöddum frægðarsögur. Nokkuð sem vert er að missa ekki af fyrir nokkurn mun. Nefndin vinnur nú að því að velja ræðumann kvöldsins úr innsendum umsóknum og verður upplýst með ræðumanninn áður en langt um líður. Og fleiri fróðleiksmolar um herrakvöldið koma hér á síðunni þegar nær dregur – t.d. um verð aðgöngumiða og margt fleira. Fylgist með frá upphafi!!!