Highlights: KA 3-2 Þór

Okkar menn unnu frábæran sigur á Þórsurum í gærkvöldi 3-2 og stimplaði Darren Lough sig heldur betur inn í klúbbinn með frábæru skallamarki á 89. mínútu sem tryggði KA sigurinn. Hérna er hægt að sjá mörkin úr leiknum og helstu atvikin. Björgvin Kolbeinsson og Atli Fannar tóku upp ásamt Jóhanni Má sem klippti einnig saman.