Fullt nafn: Andrés Vilhjálmsson
Gælunafn: Drési minn Drés, Dredzarinn og Addi innan fjölskyldunnar
Aldur: 27
Giftur / sambúð? Í sambúð með þessari elsku minni Helgu Sif
Börn: Engin börn
Hvað eldaðir þú síðast? Lamba Prime með kaldri hvítlaukssósu og grænmeti
Áhugamál ? Fótbolti, tónlist og að fljúga innanlands (not)
Hvaða bók/bækur eru á náttborðinu? Stefnur og straumar í siðfræði eftir James Rachels
Starf / Nám ? Starfa hjá Vodafone
Með hvaða liðum hefur þú spilað með ? Hóf knattspyrnuiðkun með FK Haugesund í Noregi, ÍA, Þróttur og KA
Uppáhaldsstaða á vellinum ? Hægri kantur og frammi
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni, sveppi, skinku, ananas, ólívur, hvítlauk, papriku, rjómaost og chilli
Uppáhalds veitingastaður ? Fiskimarkaðurinn
Uppáhaldssjónvarpsefni? Dönsku sakamálaþættirnir Forbrydelsen (Glæpurinn), Klovn, góður fótboltaleikur, fréttir og Top Gear
Uppáhalds bíómyndin þín ? Þær eru margar, eins og Sideways og Fargo
Hvaða tónlist hlustar þú á? Aðallega rokk, en er alæta á tónlist
Uppáhaldsútvarpsstöð ? Rás 2
Uppáhaldsdrykkur ? Vatn og kók
Uppáhalds vefsíða fyrir utan KA-sport?: fotbolti.net, vg.no og kop.is
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Já og nei. Er þó alltaf meðvitaður um hvað ég set ofan í mig og að ég þurfi að vera vel hvíldur
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Láta hann aldrei í friði
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Þór
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ruud Gullit, Erik Mykland, Kjetil Rekdal og Jan Ivar (Mini) Jakobsen
Uppáhalds KA leikmaður ? Ingvar Gíslason
Erfiðasti andstæðingur? Ingvar Gíslason
Ekki erfiðasti andstæðingur? Ingvar Gíslason
Hvaða lið verður Pepsi deildar meistari 2011 ? KR
Hefur þú leyndan hæfileika ? Já, get spilað bæði á trommur og píanó
Besti samherjinn? Ingvar Gíslason
Sætasti sigurinn? Síðasti sigurinn
Mestu vonbrigði? Að slíta krossbandið 2004 og missa þar af leiðandi af öllu sumrinu með ÍA, fall með Þrótti 2009
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Nafni minn hann Andrés Iniesta, Xavi og Steven Gerrard. Luis Suarez kemur einnig sterkur inn þessa dagana
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður Smári Guðjohnsen
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Gylfi Þór Sigurðsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í ensku úrvalsdeildinni? Dirk Kuyt
Fallegasta knattspyrnukonan? Helga Sif Eiðsdóttir
Grófasti leikmaður innan félagsins? Ingvar Gíslason
Besti íþróttafréttamaðurinn? Hjörtur Júlíus Hjartarson
Af hverju ertu stoltastur í lífi þínu? Að vera svona hrikalega flottur
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Maggi Blöndal
Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Spilaði minn fyrsta leik í deild með ÍA 2003
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Fínt eins og þetta er
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum)? Radiohead og Pearl Jam
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Berlín er skemmtileg. Annars finnst mér alltaf gott að koma til Noregs.
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Mjög misjafnt
Hver er uppáhalds íþróttamaður þinn? Þeir voru nokkrir. Björn Dæhli skíðagöngumaður, Johann Olav Koss skautahlaupari og Michael Jordan. Í dag er það Steven Gerrard.
Fyrir utan knattspyrnu, hvaða öðrum íþróttum fylgist þú með?Handbolta þegar íslenska landsliðið á leik og vetraríþróttum.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Í augnablikinu er það Adidas F50
Skemmtilegt augnablik á knattspyrnuferlinum ? Það sem kemur fyrst upp í hugann á mér var atvik sem átti sér stað síðastliðið sumar með Þrótti. Þá vorum við að spila á móti Gróttu í bikarnum og framherji þeirra tók sig til og skoraði þegar hann átti í raun að sparka boltanum tilbaka á okkur. Annars var það skemmtilegt augnablik að vera bikarmeistari með ÍA 2003 og fara upp í efstu deild með Þrótti 2007.