Fullt nafn: Ingvar Már Gíslason
Gælunafn: Skeletor en það þarf að vinna sér inn réttindi til að mega nota það
Aldur: 33 ára en verð næst 35
Giftur / sambúð? Já
Börn: 3 stykki
Hvað eldaðir þú síðast? Lambasnitsel í raspi, soðin jarðepli, rabbabarasulta og Ora grænar baunir
Áhugamál ? Fótbolti
Hvaða bók/bækur eru á náttborðinu? Fast Company er tímarit þar sem finna mjög áhugaverðar greinar um Twitter, EBAY og fleira áhugavert sem er að gerast á veraldarvefnum. Liggur óhreyft á bls 42
Starf / Nám ? Markaðsstjóri Norðlenska, viðskiptafræðingur frá HÍ
Með hvaða liðum hefur þú spilað með ? Dalvík-Reyni, Magna, Vask, Nökkva og KA
Uppáhaldsstaða á vellinum ? Alltaf gaman að vera frammi en líður best í að fá að hlaupa mikið, slást, verjast og sækja, hægri bakvörður hefur þetta allt
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni, ananas, jalapeno, banana, og rjómaost
Uppáhalds veitingastaður ? Eldsmiðjan Suðurlandsbraut sem stendur
Uppáhaldssjónvarpsefni? Gamanþættir á borð við Friends, Two and a Half men og How I met your mother
Uppáhalds bíómyndin þín ? Lord of the Rings í einni beit
Hvaða tónlist hlustar þú á? Er alæta en finnst geggjað að setja Robbie Williams í tækin og hækka í botn
Uppáhaldsútvarpsstöð ? X-ið
Uppáhaldsdrykkur ? Verð að segja gott kaffi og Mix
Uppáhalds vefsíða fyrir utan KA-sport?: newsnow.co.uk og hef þar stillt á Tottenham,
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei alls ekki en það þarf að vera regla á hlutunum
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Minna hann á að ég er 34 ára og hlaupi ennþahraðar en hann
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Arsenal
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ég elskaði David Ginola og fannst Stephen Carr geðveikt góður.
Uppáhalds KA leikmaður ? Stálmúsina í landsliðið
Erfiðasti andstæðingur? Allir sem eru yfir 180 sentimetra
Ekki erfiðasti andstæðingur? Egill Daði Angantýsson, hann getur ekkert í “drauma”
Hvaða lið verður Pepsi deildar meistari 2011 ? KR
Hefur þú leyndan hæfileika ? Ég syng eins og engill
Besti samherjinn? Atli Már Rúnarsson
Sætasti sigurinn? Sá síðasti
Mestu vonbrigði? Að hafa ekki fengið samning við KA fyrr en ég var orðinn 34 ára, þetta er hneyksli.
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Bale
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Ásgeir Sigurvinsson
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Kolbeinn Sigþórsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í ensku úrvalsdeildinni? Harry Redknapp
Fallegasta knattspyrnukonan? Common ég er giftur og á 3 börn, spurðu Magga Blöndal!
Grófasti leikmaður innan félagsins? Klárlega Guðmundur Óli Steingrímsson
Besti íþróttafréttamaðurinn? Valtýr Björn á X-inu
Af hverju ertu stoltastur í lífi þínu? Börnunum mínum
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Guðmundur Óli
Hefurðu skorað sjálfsmark? NEI – ekki svo ég muni
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Um það leiti sem restin af liðinu var að fæðast.
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Afnema dómara og láta doktorinn sjá um þetta
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum)? Robbie Williams
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Magabeyjur og armlyftur
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Hilda Jana Gísladóttir
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Rúmið mitt
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? 6.300 sekúndur þá er ég líka búinn með góða sturtu og 4 kaffibolla
Hver er uppáhalds íþróttamaður þinn? Núna er það Gareth Frank Bale
Fyrir utan knattspyrnu, hvaða öðrum íþróttum fylgist þú með? Listdansi á skautum og fimleikum
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas skónum hans Kidda Björns, takk Kiddi minn
Skemmtilegt augnablik á knattspyrnuferlinum ? Hef farið 3 sinnum uppúr 3 deildinni með 3 liðum . sem var alltaf jafn skemmtilegt.