Fullt nafn: Gunnlaugur Jónsson
Gælunafn: Guz Bee, Gussi Jackson, Gulli
Aldur: 36 ára.
Giftur / sambúð? Sambúð með Kristínu Halldórsdóttur.
Börn: Jón Breki að verða 5 ára.
Starf / Nám ? Knattspyrnuþjálfari hjá KA.
Hvað eldaðir þú síðast? Eldaði instadt Núðlur frá Rookee - það var ekki flókið.
Áhugamál
? Tónlist (fara
á tónleika), Apple vörur, knattspyrna, fjölmiðlar
Hvaða bók/bækur eru á náttborðinu? Er með nokkrar, Outliers (the story of success), This is the One - Alex Ferguson the uncut story of a football Genius, Miss OʼDell My hard days and long Nights with the Beatles, the Stones, Bob Dylan, Eric Clapton and the women they loved. Er svo að leita að arftaka Stieg Larson. Mætti samt vera duglegri að lesa.
Með hvaða liðum hefur þú spilað með ? Uppalinn í ÍA (spilaði með þeim í efstu deild frá ʻ94-2005 með smá útrásarhléum. Í þeim spilaði ég með skoska liðinu Motherwell, sænska liðinu Örebro, norska liðinu Kongsvinger og þýska liðinu KFC Uerdingen. Endaði svo ferilinn í efstu deild hér heima hjá KR (2006-ʼ08) Var spilandi þjálfari Selfoss 2009. Þjálfari Vals 2010.
Uppáhaldsfélag í Enska boltanum: Manchester United
Uppáhaldsstaða á vellinum ? Byrjaði sem hægri bakvörður (1995-ʼ96) en spilaði svo hafsent allan minn feril. Er í dag eitraður senter og það er mín uppáhaldsstaða.
Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni, rjómaost, ananas eða banan, smá dass af svörtum pipar. Hún verður svo að vera þunn og albest ef hún er eldbökuð.
Uppáhalds veitingastaður ? NaNaThai í Reykjavík, fór á flottan stað í New York - China Grill. Einnig keðja sem heitir Vapiano (ítölsk) mjög góð.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Entourage, bíð svo spenntur eftir þáttaröð Hjartar Hjartarsonar um U-21 árs landsliðsins sem kemur í sjónvarpið í vor, það lofar góðu. Góður fótboltaleikur er einnig gott sjónvarpsefni.
Uppáhalds bíómyndin þín ? Silence of the lamps, Seven, Godfather I & II eru í uppáhaldi og örugglega nokkrar aðrar.
Hvaða tónlist hlustar þú á? Mjög fjölbreytta, hlusta núorðið mest á íslenska tónlist. Allt frá rokki til argasta p... popps. Radiohead er uppáhaldshljómsveitin mín.
Uppáhaldsútvarpsstöð ? Rás 2, ég vil hafa tónlistina fjölbreytta. Svo er fínn fótbolti.net þátturinn á X-inu í hádeiginu á laugardögum.
Uppáhaldsdrykkur ? Það er eftir því hvað er að gerast, ískaldur bjór eða Coke.
Uppáhalds vefsíða fyrir utan KA-sport?: Fótbolti.net er yfirburðarsíða um knattspyrnu hér á landi.
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Ég var það sem leikmaður og hef einnig vissa rútínu sem þjálfari, sömu föt og þar fram eftir götunum.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Ég hef aldrei verið eins pirraður í leik þegar við vorum að spila við Lokeren í Evrópukeppninni. Ég spilaði á miðjunni og Arnar Viðarsson var á móti mér. Hann er höfðinu minni og í hvert skipti sem ég fór í skallaeinvígi gegn honum þá togaði hann í mig eða stjakaði við mér svo ég missti jafnvægið. Ég var alveg að tapa mér og var nálægt því að ráðast á hann. Ég var lengi að fyrirgefa honum þetta.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Sem KA maður hlýt ég að segja Þór.
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Sigurður Jónsson og Pétur Pétursson hér heima en erlendis voru það Platini, Zico & Van Basten.
Uppáhalds KA leikmaður ? Erfið spurning en Toddi Örlygs var flottur áður en hann fór í atvinnumennsku.
Erfiðasti andstæðingur? Rikki Daða var erfitt að eiga við.
Ekki erfiðasti andstæðingur Ingvar Gísla í skvass.
Hvaða lið verður Pepsi deildar meistari 2011 ? Þetta verður jafnt mót í ár en ég held að FH endurheimti titilinn, hef samt á tilfinningunni að mótið verði svipað jafnt og í fyrra.
Hefur þú leyndan hæfileika ? Ég er góður dansari.
Besti samherjinn? Ég átti frábært samstarf við Reyni Leósson í vörn ÍA.
Sætasti sigurinn? Að komast upp með Selfoss á fyrsta ári sem þjálfari. Ég spilaði svo tvo hreina úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitilinn, gegn KR 1996 og ÍBV 2001 sem við unnum. Bikarúrslitasigurinn 2003 gegn FH var einnig mjög sætur.
Mestu vonbrigði? Þegar U-23 lið ÍA tapaði gegn U-23 liði Þórs í 8-liða úrslitum Bikarsins 1995. Hreinn Hringsson gerði bæði mörkin. Við óðum í færum og hefðu endað sem bikarmeistarar ef við hefðum komist í gegnum þessa hindrum.
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Barcelona
liðið er með frábæra knattspyrnumenn innan sinna raða ég segi Xavi.
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Ásgeir Sigurvinssson (Sigurður Jónsson hefði hann valið annan byrjunarreit)
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Gylfi Sigurðsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í ensku úrvalsdeildinni? Hjörtur Hjartarsson er ennþá kynþokkafullur á velli.
Fallegasta knattspyrnukonan? Embla Grétarsdóttir vinkona mín í Val.
Grófasti leikmaður innan félagsins? Doktor Petar getur verið orðljótur, pisku mate - jemetri matre. +
Besti íþróttafréttamaðurinn? Títtnefndur Hjörtur Hjartarson
Af hverju ertu stoltastur í lífi þínu? Syni mínum og svo er ég stoltur af ferlinum í boltanum.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Ég á eftir að kynna mér það. Hef ákveðnar grunsemdir en gefðu mér nokkra mánuði.
Hefurðu skorað sjálfsmark? Já, en ekki í alvöruleik í meistaraflokki.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Árið 1994 spilaði ég minn fyrsta leik en í deild árið 1995 þá 21 árs.
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Ég vil gera sem fæstar breytingar á núverandi reglum.
Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum)? Radiohead, fer við fyrsta tækifæri.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Taka til eftir hana (þegar maður var ungur)
Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Stefán Hilmarsson dægurlagasöngvari.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Af þeim sem ég hef komið á eru borgirnar Barcelona og New York uppáhaldsstaðirnir.
Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Ég er A-maður og því er ég oftast frekar fljótur í gang (oftast).
Hver er uppáhalds íþróttamaður þinn? Alex Ferguson
Fyrir utan knattspyrnu, hvaða öðrum íþróttum fylgist þú með? Fylgist mun minna með öðrum íþróttum en ég gerði þegar ég var yngri en hef gaman af körfubolta
og handbolta.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? Adidas Copa Mundial (Óbreyttir í 30 ár)
Skemmtilegt augnablik á knattspyrnuferlinum ?Lyfta bikarnum í Vestmannaeyjum 2001 og lokaleikurinn minn á ferlinum með Selfoss gegn Aftureldingu 2009 þegar við tryggðum okkur upp. Einnig er minnistætt þegar mér var tilkynnt að ég hefði komist í A-landsliðið 1997
Myndasyrpa af skemmtilegri baráttu David Disztl og Gunnlaugs á Akureyrarvelli 2009, leikurinn endaði 2-0 fyrir KA.
Við skulum vona að Gulla gangi betur á akureyrarvelli í sumar