Á ári hverju stendur KSÍ fyrir úrtökumótum á Laugarvatni fyrir krakka fædda 1993 en það er skref áður en
landsliðshópar eru myndaðir í þessum aldursflokki. KA átti þrjá fulltrúa, eina stelpu og tvo stráka en úrtökumótin
voru ekki á sama tíma.
Hjá strákunum voru ríflega 60 leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu

boðaðir og okkar menn þar voru Jóhann Már Kristinsson og
Jóhann Örn Sigurjónsson, báðir á yngra ári í þriðja flokki.
Hjá stelpunum voru 40 leikmenn boðaðir og Karen Birna Þorvaldsdóttir var okkar fulltrúi þar en hún komst ekki og í hennar stað fór
Eva Rún Þorsteinsdóttir sem er í þriðja flokki kvenna.
Mynd: Jóhann Már Kristinsson í baráttu við Þórsara á KA-vellinum núna fyrr í
ágúst.