Guðmundur Óli verður áfram með KA en Hjalti Már fór í Víking


Það skiptast á skin og skúrir í boltanum eins og gengur. Þriðji leikmaðurinn til að yfirgefa herbúðir KA frá því að Íslandsmótinu lauk var vinstri bakvörðurinn Hjalti Már Hauksson. Hann mun genginn til liðs við Víkinga Reykjavík. Guðmundur Óli Steingrímsson er hins vegar búinn að framlengja samning sinn við KA um tvö ár og mun
Húsvíkingurinn sólbrúni því áfram klæðast gulu treyjunni.



Hjalti er 23 ára gamall en hann lék síðastliðin þrjú sumur með KA eftir að hafa
 
komið frá Ólafsfirði. Hann á að baki 92 leiki fyrir meistaraflokk í Íslandsmóti.
 
 

 
Í sumar var Hjalti lykilmaður í liði KA í vinstri bakverði og lék alla leiki liðsins nema einn.

Við óskum Hjalta góðs gengis fyrir sunnan.