KA-menn hafa byrjað vel í deildinni og eru taplausir með markið hreint eftir tvö leiki. Annað er upp á teningnum hjá HK en þeir fengu skell á heimavelli í fystu umferð gegn Skagamönnum 3-0 og gerðu svo 1-1 jafntefli við Leikni.
HK-ingar skarta ágætis liði og góðum þjáfara, Tómasi Inga Tómassyni. En sumir hafa efast um form og getu
liðsins, það var með markatöluna 3-23 í Lengjubikarnum í vetur og þar af í seinni hálfleik var hún 2-17, sem bendir til að
vörn, sókn og formið hafi ekki verið alveg á réttu róli. En síðan eru
liðnar margar vikur og víst er að HK mun selja sig dýrt í leiknum, enda er liðið aðeins með eitt lið eftir fyrstu tvær
umferðirnar.
Ef litið er á söguna hafa KA-menn ekki tapað í síðustu 4 leikjum við HK, unnið 3 og gert 1 jafntefli. Alls hafa liðin mæst 11 sinnum, KA unnið 5, jafnt einu sinni og HK unnið 5.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 eins og fyrr segir og eru ALLIR KA-MENN SEM TÖK HAFA Á HVATTIR TIL AÐ MÆTA OG HVETJA OKKAR LIÐ TIL SIGURS!!
ÁFRAM KA, ALLTAF ALLSSTAÐAR!
Að neðan er hægt að sjá Hallgrím að störfum áður en hann smellti boltanum upp í markvinkilinn
á móti Grindavík, myndir frá Þóri Tryggva