HK - KA (Hitað upp á Players)

Næsti leikur KA er á Kópavogsvelli á morgun föstudag gegn HK. KA-menn ætla að því tilefni að hittast á Players við Bæjarlind í Kópavogi. Dagskrá hefst þar kl. 17:30.



Meðal þess sem boðið verður upp á er skemmtilegt myndband frá Íslandsmeistaraárinu 1989 og hver veit nema að Steingrímur Örn Eiðsson líti við og kynni fyrir okkur byrjunarlið og hugsanlega eitthvað fleira.

Gott tilboð á mat og drykk.

Leikurinn sjálfur hefst kl. 19:00.