Howell á reynslu hjá KA

Bandaríski framherjinn Daniel J. Howell, sem er 25 ára gamall, kom í dag á reynslu til KA og mun hann æfa og spila með liðinu á næstunni.

Howell mætti á fyrstu æfinguna hjá KA í kvöld, eftir langt og strangt ferðalag frá New York.

Howell þekkir ágætlega til í íslenska boltanum því hann spilaði með Gróttu í fyrstu deildinni í fyrra. Þar skoraði hann fimm mörk í 21 leik og eitt mark í tveimur leikjum í VISA-bikarnum.

Í vetur hefur Howell æft í heimalandinu.