Heimasíðan heyrði í þjálfara Leiknis og spurði hann út í leik morgundagsins og svo var Dínó einnig spurður út í
leikinn og fleira.
Sigursteinn Gíslason þjálfari Leiknis er á öðru ári með liðið, hann er tvímælalaust einn sigursælasti leikmaður sem
leikið hefur í íslenskum fótbolta og okkur langaði til að heyra í honum hljóðið.
Leiknisliðið er í dag í öðru sæti í 1 deild.
Hvernig er hljóðið í þjálfara Leiknis í dag?
,,Það er gott, ég er frekar sáttur við stöðu okkar, tel þó að við eigum nokkuð inni og auðvitað
getum við bætt okkar leik nokkuð til viðbótar. Hópurinn minn er ekki stór en hann er jafnari og betri en í fyrra og ég bý við
það lúxusvandamál að það er erfitt að velja fyrstu ellefu."
Oft hefur verið talað um Leikni sem ghettoliðið en ekki lengur hvað breyttist ?
,,Það eru nokkrir litlir þættir sem þurfti að laga, og ég hef fengið allt sem ég hef beðið um.
Stjórnin hefur staðið sig mjög vel. Í dag er þvegið af leikmönnum, við borðum saman fyrir leiki í félgsheimilinu okkar og allur
aðbúnaður er hreinlega til fyrirmyndar.
Við erum líka farir að fá áhorfendur á okkar leiki þó auðvitað sé pláss fyrir
fleiri!"
Hvernig leggst svo í þig að fá KA í heimsókn?
,,Leikurinn gegn KA leggst vel í mig eins og allir leikir. Ég hef ekki séð til liðsins frá því
við unnum þá nokkuð sannfærandi 2-3 í deildarbikarnum í vor.
Reyndar hef ég yfirleitt ekki miklar áhyggjur af andstæðingum okkar, hugsa meira um mitt lið. Við vorum flengdir í
seinasta leik gegn ÍR og menn munu vilja leiðrétta þau mistök, ef við spilum okkar leik þá óttast ég ekki neitt
lið.”
Heimasíðan hefur heyrt að árangur Leiknis hafi gert það að að verkum að önnur lið á
Reykajvíkursvæðinu séu farinn að horfa á Sigurstein, en hann var einmitt aðstoðarþjálfari hjá KR áður en hann fór
að þjálfa hjá Leikni Hefur hann fundið fyrir þessum áhuga?
,,Nei,nei ekki neitt þannig, ég er að vinna að ákveðnu verkefni í dag og er fullkomlega sáttur við mitt
hlutskipti.”
Við þökkum Sigursteini kærlega fyrir spjallið og óskum honum hins besta nema auðvitað gegn KA.
Deano sagði í samtali við heimasíðuna að hann reiknaði með hörkuleik gegn Leikni.
,,Okkur hefur ekki gengið
nógu vel gegn þeim en við breytum því á sunnudaginn.
Lið Leiknis er skipað duglegum leikmönnum sem berjast
um alla bolta," sagði Deano.
Hvernig leik reiknar þú með?
,,Þetta verður án efa hörkuleikur, þeir fá ekki á sig mörg mörk, en við skorum mörk þannig
að það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer."
Hvernig er staðan að leikmönnum eru allir heilir? ,,Ekki Kristján og auðvita Nobbi en
aðrir eru það". ,,Ég t.d.hef náð mér en kemst bara ekki í liðið í augnablikinu," sagði
þjálfarinn og glotti.