Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ mun miðvikudaginn 9. apríl n.k. halda fyrirlestur á vegum
yngriflokkaráðs KA sem hann nefnir
„Hvað þarf til að ná langt í knattspyrnu?“.

Annað sem
Sigurður mun m.a. fjalla um er: Hvað einkennir afreksfólk og hvað getum við lært af því? Munurinn á því að ná árangri
og ná ekki árangri. Ertu siguvegari eða tapari? Hugræn þjálfun og andlega hlið fótboltans.
Sigurður Ragnar er núverandi þjálfari kvennalandsliðsins og er eini íslenski knattspyrnuþjálfarinn sem er að klára UEFA Pro
námskeið. Hann er einnig með BS gráðu í íþróttafræðum og mastersgráðu í
íþróttasálfræði.
Fyrirlesturinn verður haldinn á sal Brekkuskóla
þann 9. apríl n.k. kl. 17.00 og stendur til 19.30. Fyrirlesturinn er ætlaður
iðkendum í 5., 4., 3., og 2. flokki karla og 5., 4. og 3. flokk kvenna.
Um skyldumætingu þessara iðkenda er að ræða og er verði á fyrirlesturinn stillt í hóf og er aðeins
kr. 300. Fyrirlesturinn er einnig opin fyrir foreldra / forráðamenn.