Hvaða KA-menn eru í Draupni?

Símon og Ingi að styðja KA-menn ásamt Vinum Sagga.
Símon og Ingi að styðja KA-menn ásamt Vinum Sagga.
Á mánudaginn mun KA lið mæta Draupni í bikarnum. En hverjir eru í Draupni? Hér er smá samantekt um þá KA-stráka í Draupni sem eru í 16-manna hóp í leiknum.

Aðalbjörn Hannesson f. 1989
Varnarmaður sem spilaði með KA út 2. fl og stofnaði þá ásamt tveimur örðum Íþróttafélagið Draupni. Aðalbjörn þjálfar nú 3.-5. kvenna og 6. karla hjá KA. Vegna ristarbrots spilaði Aðalbjörn einugnis sjö deildarleiki fyrir Draupni seinasta sumar.

Ársæll Axelsson f. 1990
Markmaður sem kom til KA í 2. fl frá Neista D. Fyrsta tímabil hans með Draupni.

Davíð Jónsson f. 1990
Miðjumaður sem gerði garðinn frægan sem vinstri bakvörður í 2. fl KA sumarið 2007. Þetta er fyrsta tímabil hans með Draupni.

Gunnar Þórir Björnsson f. 1984
Varnarmaður sem lék með KA út 2. fl. Eftir 2. fl lék hann með Magna og Dalvík áður en hann stofnaði Hamranna og lék með þeim í þrjú ár. Spilaði þrettán deildarleiki með Draupni í fyrra og skoraði eitt mark. Gunnar Þórir var framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KA árið 2008.

Hinrik Hinriksson f. 1990
Tvíburabróðir markamaskínunar Hauk Hinriks. Hinrik er miðjumaður sem lék með KA út 2. fl. Þetta er fyrsta tímabil hans með Draupni.

Ingi Þór Stefánsson f. 1987
Sóknarmaður sem spilaði með KA út 2. fl, lék með liði Hamranna 2007 og skoraði þá 8 mörk í 13 leikjum. Ingi skoraði fjögur mörk í sigri Draupnis á Kormáki í 1. umferð bikarsins. Þetta er fyrsta tímabil hans með Draupni.

Óskar Þór Jónsson f. 1990
Miðjumaður sem spilaði með KA þangað til hann skipti yfir í Draupni um mitt síðasta sumar. Hann spilaði þrjá leiki fyrir Draupni síðasta sumar.

Símon Símonarson f. 1987
Kantmaður sem lék með KA út 2. fl, var markahæstur og valinn bestur í 2.fl á sínu elsta ári. Lék 9 leiki fyrir Hamranna 2007 og skoraði þrjú mörk, ásamt því að leika einn leik fyrir Selfoss það sumar. Spilaði 14 leiki í deild og bikar fyrir Magna síðustu tvö sumur. Þetta er hans fyrsta tímabil með Draupni

Víkingur Hauksson f. 1990
Bakvörður sem lék með KA út 2. fl með smá pásu þó. Þetta er hans fyrsta tímabil með Draupni.

Það er líklegt að sex til sjö af þessum leikmönnum muni byrja leikinn gegn KA.