Næstur á dagskrá í “Hvar er hann nú?” er varnartröllið Antal Lörinc sem lék með KA árið 2005. Nú orðið á hann veitingastað í Ungverjalandi. Antal var varnartröll að guðs náð og sagði einn góður leikmaður KA við mig “hann fékk sér alltaf rauðvín fyrir leik og var alltaf lang bestur” spurning hvort að KA liðið þurfi að hella í sig rauðu fyrir leik.
Fullt Nafn: Antal Lörinc
Hússkaparstaða: Skilinn en er með kærustu
Börn: Á 7 ára stelpu sem heitir Panna
Hvað spilaður marga leiki með KA: nánast 30 leiki árið 2005
Hver var þjálfari KA á þeim tíma: Þeir voru tveir þetta tímabil. Toddi (Þorvaldur Örlygsson) og Guðmundur Valur Sigurðsson
Hvað geriru af þér í dag: Ég á veitingastað með kærustunni minni og finnst það magnað, www.addocafe.hu
Hvar í heiminum býrðu: Ég bý í suður Ungverjalandi, littlum bæ sem heitir Pécs
Ertu enþá að spila: Nei ég hætti í atvinnumennsku 2007 en fór þá að þjálfa unglingalið og svo meistaraflokka áður en ég opnaði veitingastaðinn.
Helduru sambandi við einhvern úr KA liðinu: Já Sandor Matus
Hvernig líkaði þér Akureyri: Fyrir evrópubúa er Ísland mjög áhugaverður staður og í raun frábær. Ég var svo heppinn að fá að skoa að alla fegurðina sem landið hefur uppá að bjóða. Magnað landslag og margir staðir meira en þess virðið að skoða. Það er klárt mál að ég kem aftur ein daginn.
Góð saga frá tíma þínum hjá KA: Það tók dágóðan tíma að venjast því að bjart væri allan sólahringin, fyrst um sinn notuðum við handklæði til að klæða gluggana til að fá littla sem enga birtu inn, en það vannst og var ekki langtíma vandamál.