Þá er komið að Hver er maðurinn þessa vikunna og eru reglunar þær sömu og í síðustu viku. Ef þú veist um hvað mann er talað um að neðan flýttu þér þá að senda póst á hverermadurinn@gmail.com og segðu frá þínu svar (tek aðeins við svörum á netfangið, ekki á kommentkerfinu) Í verðlaun er veglega gjafakarfa frá Maxi.is
Maðurinn sem um er rætt að þessu sinni hefur viðurnefnið Varnarmaður íslands og varð á ferli sínum Íslands- og bikarmeistar með KA. Hann heitir einnig millinafn sem fáir þekkja en það er það sama og fyrsta nafn meðlims í hljómsveitinni Stuðmenn. Svo ég spyr Hver er maðurinn?
Maðurinn er enginn annar er harðjaxlinn Árni Jakob Stefánsson. Á ferli sínum lék Árni með KA, Magna, Leifri og Þór og er einn leikjahæsti leikmaður Þórs frá upphafi. Enga titla vann hann með KA í fótboltanum en sem liðstjóri Alfreðs Gíslasonar í handboltanum varð hann Íslands- og bikarmeistari með KA. Margar nagla-sögur eru til af Árna, enda þekktur fyrir að vera harður í horn að taka, og sagði mér góður maður að Árni hafi verið óþolandi leikmaður sme gerði allt til að pirra andstæðinginn og hans helsta vopn var að klípa í geirvörtur andstæðinganna.
Það var Unnur Sigurlaug Aradóttir sem var fyrst til en af 40 póstum voru 5 sem vissu uppá hár að þarna var talað um Árna. Hún hlýtur að launum gjafakörfu frá Maxi.
En þá eru tvær getraunir eftir fram að jólum, næsta föstudag verður gjafakarfa frá Maxi en svo 23.desember verða glæsilega verðlaun í boði.