Hver er maðurinn? - Þórður Guðjónsson

Í dag hefjum við nýjan leik hér á KA-síðunni sem nefnist Hver er maðurinn. Um er að ræða vísbendingaspurningar sem fjalla um einhvern mann sem tengjist eða hefur tengst knattspyrnu hjá KA og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem veit hver kauði er. 

Fyrsta vísbending kemur í dag, önnur á morgun og sú þriðja kemur á sunnudaginn og ef þú telur þig vita svarið sendu þá póst á hverermadurinn@gmail.com. Hver má aðeins giska einu sinni í hverri umferð og er fyrsta gisk tekið sem svar ef einhver reynir að giska oftar. Verðlaun sem veitt verða þeim sem giskar á rétt er vegleg gjafakarfa frá Maxi, nánar um Maxi á maxi.is.

Maðurinn sem um er ritað dag lék með KA á í nokkur ár og spilaði meðal annars 16 af 18 leiki í deild á sínu fyrsta tímabili með KA í meistaraflokk þá aðeins 17 ára gamall. Hann hefur leikið yfir 20 landsleiki fyrir yngri landslið íslands. Hann er að/hefur spila/ð sem atvinnumaður erlendis.  Svo ég spyr Hver er maðurinn?

Tek aðeins á móti atkvæðum í pósti, komment og annað verður ekki tekið gilt

18:30; Rétt svar er komið í hús og voru í raun 3 sem höfðu rétt fyrir sér en það var nýjasti liðsmaður KA Gunnar Valur Gunnarsson sem var fyrstur til og tryggði sér veglega gjafakörfu frá Maxi!

Leikmaðurinn er hinn eini og sanni skagamaður Þórður Guðjónsson

Fygljist með í næstu viku þegar næsta getraun kemur á síðunna.