Árið 1992 var að mörgu leyti minnistætt í sögu KA. Við komumst í fyrsta skipti í bikarúrslitaleik, gegn Val. Við töpuðum
eins og frægt er, en þegar 7 sekúndur voru eftir af leiktímanum fengum við á okkur jöfnunarmark eftir að hafa verið yfir allan leikinn, .... við
töpuðum í framlengingu. Síðan þá hafa sumir KA menn ekki geta hustað
á þetta lag. Einnig féll liðið úr úrvalsdeildinni eftir að hafa átt nokkur góð ár þar.
Annað er merkilegt við þetta ár, en þetta ár lék enginn annar en Páll Viðar Gíslason með KA. Palla þekkja flestir Akureyringar,
enda frábær íþróttamaður þar á ferð sem spilaði bæði hand- og fótbolta. Palli er einnig einn af nafntoguðustu
Þórsurum bæjarins og frétti undirritaður það í stól hjá rakara út í bæ að í dag sé hann ekkert
sérstaklega hrifinn af því að þessi tími sé rifjaður upp. Því er um að gera að skella hér inn einni góðri
liðsmynd þar sem Palli sést í hinum fallega KA-búningi, sem þá var frá ADIDAS.
Palli vígalegur í (að því er virðist) gulu og bláu! :-)