Íbúafundur um Dalsbraut á fimmtudaginn

Ungur og upprennandi KA-maður fagnar marki á æfingu á hinum svokallaða SanSiro velli. Ef Dalsbrautin…
Ungur og upprennandi KA-maður fagnar marki á æfingu á hinum svokallaða SanSiro velli. Ef Dalsbrautin kemur væri hann líklega að hlaupa yfir götuna, ekki eins glaður í bragði.
Fimmtudagskvöldið 8. september verður haldinn íbúafundur vegna deiliskipulagsins "Dalsbraut frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut". Fundurinn verður í Lundarskóla og hefst kl. 20.30. Við hvetjum alla til að mæta.

Dagskrá fundarins:
- Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi og formaður vinnuhóps um skipulag Dalsbrautar, gerir grein fyrir núverandi stöðu skipulagsins.
- Ómar Ívarsson frá X2 hönnun-skipulagi kynnir tillögu að skipulagi Dalsbrautar og tengsl við nærliggjandi svæði.
- Kristinn Magnússon frá Verkfræðistofu Norðurlands kynnir veghönnun Dalsbrautar.
- Opnar umræður og fyrirspurnir.

Skipulagið er sagt vera enn á vinnslustigi og hvetjum við eins og áður segir alla KA-menn sem er annt um svæðið að koma á fundinn og láta skoðanir sínar í ljós.