Ingi Freyr til Noregs

Ingi í baráttunni í fyrrasumar
Ingi í baráttunni í fyrrasumar
Hinn geysi sterki fótboltamaður frá Ólafsfirði, Ingi Freyr Hilmarsson, sem leikið hefur með KA undanfarin ár er á förum frá liðinu. Ingi hefur gert samning við 3. deildarliðið Årdal FK og mun halda utan á næstunni og hefja æfingar með þeim. Knattspyrnudeild KA óskar honum góðs gengis úti.