Ingvar Már
Ingvar Már Gíslason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. karla í knattspyrnu. Samningur KA við Ingvar er til eins
árs. Ingvar sem er 34 ára hefur á undanförnum árið leikið með Magna Grenivík og Dalvík/Reyni ásmat því sem
hann hefur þjálfað hjá KA.
Í stuttu samtali við heimasíðuna sagði Ingvar aðspurður um starfið.
,,Þetta leggst ákaflega vel í mig og er frábært tækifæri fyrir mig persónulega
að fá vinna með ákaflega hæfileikaríku fólki. Ég er auðvitað KA-maður út í fingurgóma, eyddi ómældum
tíma á KA svæðinu á yngri árum, sat í stjórn knattspyrnudeildar og lagði meira segja grasþökur á aðalvöllinn
á sínum tíma. Ég þekki því nokkuð vel innviði félagsins sem ég tel að komi mér og félaginu til
góða. Knattspyrnan er á ákveðnum tímatímamótum hjá KA, mikið af ungum og efnilegum drengjum að koma upp í meistaraflokk
ásamt því að nýjir þjálfarar eru að koma að félaginu. Því verður það skemmtileg áskorun að taka
þátt í því uppbyggingarstarfi sem er framundan og um leið krefjandi. Við ætlum okkur að vinna að því að koma KA á
þann stall sem félagið á að vera á."
Stjórn knattspyrnudeildar fangar mjög að Ingvar sé kominn til starfa hjá meistarflokki, býður hann velkominn til starfa og væntir mikils af
störfum hans fyrir félagið.