Sigurliðið
Knattspyrnudeild stóð fyrir gamlársmóti í innanhús knattspyrnu en það fór fram á næst síðasta degi ársins,
mótið var haldið til styrktar deildarinnar. Alls skráðu sig til leiks 7 lið og þóttu þáttakendur sýna mikla takta innan sem utan vallar.
Liðin sem skipuðu sér í þrjú efstu sætin voru Draupnir í þriðja, Fc Þrúgur í öðru og svo voru það
Brothættir sem tóku fyrsta sætið. Telja menn að "Brothættir" sé vísun í aldur liðsmanna en þegar á ákveðið
aldursskeið er komið vilja menn verða brothættir, ekkert hefur þó verið gefið út um það opinberlega. Blöðin eru reyndar þegar
farin að tala um samsæri en Bjarni Áskels formaður deildarinnar var í liðinu. Hann vildi ekki tjá sig um málið í dag.
Einnig má geta þess að sá stórviðburður átti sér stað á mótinu að sjálfur Steindór Gunnarsson einn mesti KA
maður allra tíma skellti sér í dómaratreyjuna og dæmdi amk. einn leik. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur hann heldur ekki viljað
tjá sig.
Mótið þótti takast vel og var hin besta skemmtun. Eftir mótið var haldið hóf í KA heimilinu þar sem boðið var upp á veitingar
og fótboltinn krufinn til mergjar. Það er von manna að hægt verði að halda samskonar mót að ári.