Innanhússfótboltamót 30. desember

Mynd af ríkjandi meisturum frá 2009.
Mynd af ríkjandi meisturum frá 2009.
Ákveðið hefur verið að efna til innanhússmóts í knattspyrnu í KA-heimilinu föstudaginn 30. desember og er þetta gráupplagt tækifæri fyrir knattspyrnuhetjur á öllum aldri að hittast, efla liðsandann og rifja upp gamlar og góðar minningar.

Mótið hefst kl. 17.00 og verður spilað í tveimur aldursflokkum - annars vegar 20-33 ára og hins vegar 35-100 ára.

Mótsreglur eru eftirfarandi:

1. Fjórir inn á í einu.
2. Handboltamörk.
3. Bannað að verja með höndum.
4. Bannað að renna sér.
5. Bannað að skora frá eigin vallarhelmingi.
6. Mest mega sex leikmenn vera í hverju liði.
7. Eldri leikmaður má spila með yngri en ekki öfugt.
8. Leiktíminn er áætlaður 1x8 mínútur.

- Verðlaun verða veitt fyrir góða frammistöðu.
- Að móti loknu verður boðið upp á hressingu í KA-heimilinu.
- Þátttökugjuald á lið er kr. 9.000.
- Þátttaka tilkynnist í töluvpósti til Egils Ármanns Kristinssonar á netfangið egillarmann87@gmail.com fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 27. desember. Jafnframt þarf að greiða þátttökugjaldið á reikning 0162-26-100512. Kennitalan er 061087-3709. Þátttökugjald fyrir hvert lið verður að greiða í einu lagi. Sendið staðfestingu á greiðslu á egillarmann87@gmail.com

Upplýsingar veita Egill Ármann í síma 8430463 eða Óskar Þór í 8984294.

Nú er um að gera að skrá sig sem fyrst. Þetta er kærkomið tækifæri til þess að hrista af sér jólasteikina, gleðjast saman á góðri stund og gera upp árið!