Gamli, góði innanhússboltinn.
KA ætlar að skemmta fólki yfir hátíðarnar með því að halda innanhússmót í fótbolta í KA-heimilinu
miðvikudaginn 30. desember. Er mótið hugsað sem blanda af skemmtun og nauðsynlegri áreynslu, svipað og hið velheppnaða árgangamót sem
haldið var í fyrrahaust.
Tilkynna skal þátttöku á netfangið gassi@ka-sport.is fyrir 20. desember.
Helstu reglur og upplýsingar:
Tveir aldursflokkar: 20-33 ára og 35-100 ára.
Eldgömlu reglurnar:
- Fjórir inná í einu.
- Handboltamörk.
- Bannað að verja með höndum.
- Bannað að renna sér.
- Bannað að skora frá eigin vallarhelmingi.
Aðrar reglur:
- Mest mega sex leikmenn vera í hverju liði.
- Eldri leikmaður má spila með yngri en ekki öfugt
- Leiktíminn er áætlaður 1x8 mínútur.
Mikilvægt:
- Verðlaun eru fyrir góða frammistöðu.
- Allir eru vinir í leikslok og fá hressingu.
- Þátttökugjald er 15.000 krónur á lið.