Innheimta æfingagjalda iðkenda yngri flokka í knattspyrnu

Innheimta æfingagjalda í knattspyrnu hefst í KA-heimilinu miðvikudaginn 26. október kl. 17-18. Síðan verður innheimta alla miðvikudaga í nóvember á sama tíma. Forráðamenn iðkenda eru eindregið hvattir til þess að greiða æfingagjöldin á þessum auglýsta tíma. Afar mikilvægt er að gera grein fyrir æfingagjöldunum eigi síðar en í lok nóvember.

Á það skal bent að unnt er að greiða inn á reikning nr. 0162 26 107110 kt. 510991-1849 en þá er nauðsynlegt að setja nafn iðkanda sem skýringu og senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið yngriflokkarad@gmail.com

Æfingagjöldin í vetur - frá október til og með maí -  eru sem hér segir:

8. flokkur kr. 14.000

7. , 6. og  5. flokkur kr. 28.000

4. og 3. flokkur  kr. 30.000

 

Systkinaafsláttur:

- Fyrir elsta barnið er greitt fullt gjald, annað barn 60% af fullu gjaldi, þriðja barn 40% og 20% fyrir fleiri börn.

- 10% afsláttur er veittur  fyrir að stunda aðra íþrótt hjá félaginu.

 

Hægt er að skipta æfingagjöldum niður á mánaðargreiðslur á kreditkort.

Minnum á tómstundaávísanir  frá Akureyrarbæ sem sendar voru börnum fæddum 2000 – 2005 í byrjun ársins.

 

Eins og komið hefur fram í pósti til foreldra mun Hummel-vindjakki fylgja með æfingagjöldum næsta sumar. Því mun engin gjöf fylgja æfingagjöldum í vetur.

Fyrirspurnir um æfingagjöld og annað er best að senda á yngriflokkarad@gmail.com .