N1-mót KA væri ekki það sem það er ef ekki kæmi til öll þessi mikla sjálfboðavinna sem KA-menn leggja mótinu til. Af
þessari vinnu og mótinu getum við verið stolt og borið höfuðið hátt. Á meðan á mótinu stóð og eftir það
höfum við fengið margar kveðjur og okkur hrósað fyrir gott skipulag og góða vinnu í hvívetna. Þessu vil ég koma á
framfæri um leið og ykkur öllum er færðar innilegar þakkir fyrir frábæra vinnu!
f.h. knattspyrnudeildar KA,
Óskar Þór Halldórsson