Fyrr í dag sigruðu Norðmenn Ísland 2 með tveimur mörkum gegn einu í leik um þriðja sætið. KA-maðurinn Fannar Hafsteinsson er annar tveggja markmanna þess liðs, en hann kom ekki við sögu í leiknum í dag. Fannar stóð á milli stanganna í tveimur leikjum liðsins á mótinu og stóð sig vel. Íslenska liðið,sem spilaði geysivel á mótinu, komst yfir en Norðmenn skoruðu tvö mörk í síðari hálfleik með stuttu millibili. Á Akureyrarvelli sigruðu Englendingar Finna í bráðskemmtilegum leik um fimmta sætið með þremur mörkum gegn tveimur og í leik um sjöunda sætið sigruðu Svíar Færeyinga með þremur mörkum gegn engu á Grenivíkurvelli. Lokaröð liðanna í mótinu var því sem hér segir:
1. Ísland 1
2. Danmörk
3. Noregur
4. Ísland 2
5. England
6. Finnland
7. Svíþjóð
8. Færeyjar