Lára Einarsdóttir úr KA - leikmaður Þórs/KA - kom inn á í síðari hálfleik. Tvær aðrar stúlkur úr Þór/KA komu við sögu í leiknum. Oddný Karolína Hafsteinsdóttir var í byrjunarliðinu í dag og Sandra María Jessen kom inn á í síðari hálfleik.
Íslensku stelpurnar voru sannarlega nálægt því að komast í úrslitakeppnina í Sviss. Þær eru örugglega svekktar með að hafa ekki náð alla leið eins og strákarnir í U-17 landsliðinu, en engu að síður geta þær borið höfuðið hátt. Árangur þeirra er virkilega góður og undirstrikar að íslenskur kvennafótbolti er áfram í mikilli sókn.