KA og Selfoss áttust við á Akureyrarvelli í gær í hörkuleik sem lauk með 2-2 jafntefli. Eftir að KA hafði komist í 2-0.
KA 2 – 2 Selfoss
1-0 Guðmundur Óli Steingrímsson (´32)
2-0 Norbert Farkas (´40)
2-1 Sævar Þór Gíslason (´41)
2-2 Henning Eyþór Jónasson (´68)
Umfjöllun á Fótbolta.net
Staðan í deildinni
Sandor
Haukur Hei. - Norbert - Elmar - Ingi
Dean M. - Guðmundur Ó. - Arnar Már. - Steinn G.
Andri Fannar
Janez
Varamenn: Hjalti Már, Túfa, Sveinn Elías(Elmar, 45mín), Þórður Arnar og Magnús Blöndal(Steinn G,
77mín)
Fjölmennt var á Akureyrarvelli og létu áhorfendur sitt ekki eftir liggja og sungu hástöfum allan

leikinn eða allavega Vinir Sagga.
Aðstæður á Akureyrarvelli voru fínar.Völlurinn virðist koma betur undan vetri en undanfarin ár.
Tvær breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá síðasta leik, Almarr var í leikbanni og Túfa fór á bekkinn. Haukur Heiðar og
Elmar Dan komu inn í liðið í stað þeirra. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru bæði liðin lítið að spila boltanum á
jörðinni. KA voru mun betri og áttu ágætis sóknir. Janez Vrenko sem byrjaði frammi var líflegur og skeinuhættur.
Á 29. mínútu átti Norbert Farkas hörkuskalla sem endaði í slánni eftir góða hornspyrnu frá Dean Martin. Eftir skallann átti
heldur betur eftir að færast fjör í leikinn.
Fyrst á 32. mínútu en barst boltinn til Guðmundar Óla rétt fyrir utan vítateig og hann sneyddi boltann framhjá markverði gestanna alveg
út við stöng. Og KA komið yfir, 1-0. Tveim mínútum seinna dró aftur til tíðinda en nú voru það Selfyssingar. Þeir fengu afar
umdeilda vítaspyrnu, Sævar Þór Gíslson tók spyrnuna en Sandor Matus sá við honum varði spyrnuna glæsilega.
Eftir vítaspyrnuna efldust KA menn og sóttu stíft. Það bar árangur, því á 40. mínútu skoraði Norbert Farkas með
hælnum, eftir að boltinn var laus í teignum eftir hornspyrnu

og Norbert fyrstur að átta sig og kom KA í 2-0. En Adam var
ekki lengi í paradís, því Selfyssingar minnkuðu muninn strax í næstu sókn. Sævar Þór Gíslason var með boltann
út á kanti og lék illa á Inga Frey og komst einn í gegn og afgreiddi boltann af öruggi í netið. Staðan því 2-1 í
leikhléi.
Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, rólega og hvorugt liðið var að skapa sér góð marktækifæri . En á 56. fengu KA
sannkallað dauðafæri. Dean átti góðan sprett upp kantinn og lék á einn varnarmann, gaf góð fyrirgjöf á kollinn á Svein
Elías sem skallaði boltann til Andra Fannars sem lét markvörð gestanna verja frá sér. Selfyssingar áttu líka hættuleg færi, en
á 64. áttu þeir skot í stöng.
Á 67. mínútu gerðist síðan umdeilt atvik, en þá virtist Boban Jovic slá Dean Martin en dómarinn sá atvikið ekki og
aðhafðist ekkert í því. Hann átti ekki sinn besta dag og sumir dómar skrítnir.
Mínútu síðar kom síðan jöfnunarmarkið. Það kom eftir aukaspyrnu sem var langt úti á kanti. En hana tók Boban Jovic og
boltinn rataði beint á kollinn hjá Henning Eyþóri Jónassyni og í netið. Stuttu síðar fékk hann besta færi leiksins og
hefði geta stolið sigrinum. En hann var kominn einn á móti Sandor eftir góðan

skyndisókn en sem betur fer brást honum bogalistin og KA
stálheppnir.
Liðinn sóttu til skiptis undir lokin en árangurs og lokatölur því 2-2. Liðið tapaði tveimur dýrmætum stigum í kvöld með
því að missa leikinn niður í jafntefli. Enn á eftir að vinnast sigur í deildinni. Leiðinlegt er síðan að sjá að
liðið er búið að missa tvo síðustu heimaleiki niður í jafntefli. Leikmenn verða hreinlega vera með einbeitinguna í lagi allar 90
mínútur leiksins ekki bara í 50 eða 60 mínútur. Næsti leikur er heimaleikur og er hann gegn Haukum og hann er á sama tíma eftir viku.
- Aðalsteinn Halldórsson.