Jakob Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár og gildir nýi samningurinn til ársloka 2014.
Jakob er fæddur 1992. Hann er uppalinn KA-maður og hefur spilað í mfl. síðan 2009. Hann á að baki 30 meistaraflokksleiki, sl. sumar kom hann við sögu í 11 leikjum í deild og 2 í bikar. Jakob hefur fyrst og fremst spilað sem bakvörður en einnig hefur hann spilað sem kantmaður.