Jan við undirskrift í kvöld
Þór hefur gengið frá samningi við varnarmanninn Janez Vrenko en hann kemur til félagsins frá
KA.
Slóvenska tískulöggan eins og ég kýs að kalla hann skrifaði undir eins
árs samning við Þórsara en hann hefur átt í viðræðum við liðið undanfarna daga.
Vrenko er frá Slóveníu en þessi 28 ára gamli leikmaður hefur verið fastamaður hjá KA síðan árið 2006. Árið 2009
æfði hann með KR en fékk ekki samning hjá félaginu.
Alls lék Vrenko 97 deildar og bikarleiki með KA og skoraði í þeim sex mörk, Jan var algjör lykilmaður og er ljóst að þetta er mikill missir
fyrir félagið
Vrenko er annar erlendi leikmaðurinn sem Þórsarar fá frá okkur KA mönnum í vetur en ungverski framherjinn David Disztl fór sömu leið
á dögunum.
Fyrir hönd síðunnar vil ég þakka Jan fyrir tíma hans hjá félaginu.