Jan árið 2007
Frá því að Janez Vrenko hætti að spila með KA sl. haust þá hefur Janez dvalist í Slóveníu og Austurríki vegna vinnu
sinnar.
Um s.l. mánaðarmót hafði Janez samband við undirritaðan og sagðist vera að koma í frí til Akureyrar í ágúst og
óskaði eftir því að fá að æfa með KA þann tíma sem hann dveldi á Akureyri en þess ber að geta að Janez er
skráður í KA.
Janez Vrenko á í viðræðum við erlendt félag sem hann mun hugsanlega semja við í September.
Janez er kominn til KA til þess að halda sér í formi og einnig vill hann aðstoða KA þar sem liðið hefur orðið fyrir miklum áföllum
vegna meiðsla.
Eins og allir vita er Janez sterkur leikmaður og var það mat stjórnar að þiggja aðstoð hans og ber þess að geta KA hefur ekki gert nýjan
samning við Janez.
Gunnar Gunnarsson
Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA