Janez Vrenko verður ekki áfram

Slóvenski varnarmaðurinn Janez Vrenko mun ekki leika með KA áfram þar sem stjórn knattspyrnudeildar KA ákvað að endurnýja ekki samninginn við kappann.

Vrenko er 26 ára gamall miðvörður en hann kom hingað til KA fyrir tímabilið 2006. Á því tímabili lék hann 23 leiki og skoraði í þeim tvö mörk.

Í fyrrasumar lék hann alla leiki liðsins í deildinni og aftur náði hann að skora tvö mörk en í sumar lék hann tuttugu leiki í deildinni og tvo í bikar.

Samningur hans kláraðist nú eftir tímabilið og ákvað stjórn knattspyrnudeildar ekki að endurnýja samninginn.

KA þakkar Janez fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar á komandi árum.