Jóhann Már í nýju KA-treyjunni

Jóhann Már Kristinsson, hinn öflugi heimasíðumaður KA-Sport, brá sér í nýju KA-treyjuna.
Jóhann Már Kristinsson, hinn öflugi heimasíðumaður KA-Sport, brá sér í nýju KA-treyjuna.
KA-menn ganga inn á Leiknisvöll kl. 20.00 í kvöld í splunkunýjum treyjum, sem raunar eru sáralítið öðruvísi en treyjurnar á síðasta keppnistímabili, en merki tveggja nýrra stuðningsaðila hafa þó bæst við á ermarnar.

Sem fyrr er N1 aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar og er það fyrirtæki með aðalauglýsingu framan á treyjunum. Einnig er þar sem fyrr Ásprent með auglýsingu en í stað Landsbankans er nú merki Krabbameinsfélags Íslands á treyjunum, sem er ávöxtur samstarfs KA og Landsbankans, sem var skjalfest sl. miðvikudag, en bankinn styrkir það líknarfélag sem KA tilnefndi, sem er Krabbameinsfélag Akureyrar.
Á ermum nýju KA-treyjunnar eru merki Þekkingar og Slippsins. Á baki treyjunnar eru sem fyrr annars vegar Bílaleiga Akureyrar/Höldur og veitingahúsið Greifinn.