Jóhann Örn semur við KA

Jóhann Örn Sigurjónsson og Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, skrifa und…
Jóhann Örn Sigurjónsson og Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, skrifa undir tveggja ára samning í dag.

Framherjinn Jóhann Örn Sigurjónsson, sem er fæddur 1993, samdi í dag við knattspyrnudeild KA til tveggja ára.

Jóhann Örn er fæddur og uppalinn á Blönduósi, en flutti til Akureyrar og byrjaði að æfa og spila með KA þegar hann var á yngra ári í fimmta flokki og síðan hefur hann verið í eldlínunni í 5., 4., 3. og 2. flokki KA. Sumarið 2010 kom hann við sögu í tveimur meistaraflokksleikjum, þá á yngsta ári í 2. flokki, en sl. sumar bjó hann og starfaði á Akranesi en spilaði engu að síður nokkra leiki með 2. flokki KA. Jóhann Örn hefur í vetur æft og spilað með bæði meistaraflokki og 2. flokki KA.