Jóhannes Valgeirsson leggur flautuna á hilluna

Jóhannes hefur ætið verið litríkur og skemmtilegur
Jóhannes hefur ætið verið litríkur og skemmtilegur
KA dómarinn Jóhannes Valgeirsson ákvað í vikunni að leggja flautuna á hillunna og tilkynnti Gylfa Þór Orrasyni yfirmanni dómaramála hjá KSÍ það með formlegum hætti.

,,Hann tilkynnti okkur með formlegum hætti að hann væri hættur störfum sem dómari," sagði Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ í samtali við Fótbolta.net í vikunni

,,Við tókum það fyrir og lítum alvarlegum augum þegar svona mál koma upp en við gátum ekkert annað en samþykkt þá ákvörðun hans sem hafði borist með formlegum hætti."

,,Það hefur komið áður fyrir að reyndir dómarar hætta og þá kemur maður í manns stað."

Jóhannes hefur um árabil verið einn albesti dómari Íslands og er þetta því mikill missir fyrir magra stétt dómara á Íslandi, sérstaklega þar sem þarna fer trúlega einhver skemmtilegasti dómari sem dæmt hefur hér á landi.

Hann hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um málið og ekki náðist á honum við vinnslu fréttarinnar, ef viðtal næst við kappann verður það að sjálfsögðu birt hér á síðunni.

Fyrirhönd heimasíðunnar óska ég Jóa velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.