KA-dómarinn Jóhannes Valgeirsson var valinn besti dómari umferða 15-22 í Landsbankadeildinni í gær þegar þessar umferðir voru gerðar
upp í höfuðstöðvum KSÍ.
Leitað var til leiðandi íþróttamiðla og annarra um myndum nokkurs konar

valnefndar sem valdi lið umferðanna, besta dómarann,
þjálfara umferðanna, stuðningsmannaverðlaunin og leikmann umferðanna.
Í því vali var Jóhannes hlutskarpastur en hann fékk þessi verðlaun einnig fyrir fyrstu sjö umferðir deildarinnar. Á vefsíðu
KSÍ segir:
,,Jóhannes er einn reyndasti dómari landsins og hefur átt mjög gott tímabil."
Mynd:Nú róar þú þig
niður!Jóhannes spjaldar Eystein Pétur Lárusson, Þróttara, í sumar.