Jói Valgeirs besti dómarinn í sumar

KA-maðurinn Jóhannes Valgeirsson var valinn besti dómari Landsbankadeildarinnar þetta sumarið á lokahófi KSÍ á Broadway í Reykjavík um síðustu helgi.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir Jóhannes sem hefur átt mjög gott sumar og í kjölfarið á því fengið ýmis krefjandi verkefni erlendis en hann greindi frá því í viðtali sem er hægt að nálgast hér að neðan.

Við óskum Jóhannesi til hamingju með þessa viðurkenningu og vonumst til þess að hann haldi áfram á sömu braut.

Við birtum stórt og mikið viðtal við Jóhannes á dögunum, það má nálgast með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Jóhannes Valgeirsson: Jafnvel erfiðara að dæma í neðri deildunum

Á myndinni er Jóhannes að dæma leik í haust og það má með sanni segja að það skiptist á skin og skúrir í dómgæslunni - í ýmsum merkingum og bre þessi mynd það með sér.