Jólabingó yngriflokka KA á sunnudaginn

Yngri flokkar KA í knattspyrnu verða með stórskemmtilegt jólabingó í Naustaskóla sunnudaginn 24. nóvember næstkomandi klukkan 14:00. Þessi fjáröflun hefur slegið í gegn undanfarin ár og eru að sjálfsögðu allir velkomnir á þennan skemmtilega viðburð.

Spjaldið kostar 1.000 krónur en hægt er að fá þrjú spjöld á 2.500 krónur. Þá verður veglegt kaffihlaðborð á staðnum sem kostar 1.000 krónur á manninn en frítt er fyrir iðkendur KA sem og börn undir 12 ára.

Mikill fjöldi glæsilegra vinninga verður í boði og klárt að það verður mikið fjör í Naustaskóla á sunnudaginn, hlökkum til að sjá ykkur!