Heyrst hefur að hressir jólasveinar ætli að mæta á æfingu hjá yngri flokkunum í Boganum á morgun en þetta er síðasta
æfingin fyrir jólafrí. Um síðustu jól mættu jólasveinar líka á æfinguna og tóku meira að segja þátt
í æfingum og spili með krökkunum sem þótti nú ekki mikið til fótboltahæfileika þeirra gömlu koma.