Jólasveinarnir með strákunum í 6. flokki KA í dag.
Jólasveinar eru farnir að láta sjá sig í byggð og skemmta sér á ýmsan hátt. Tveir sveinkar kíkkuðu inn á
æfingar hjá KA-krökkum í Boganum í dag og reyndu fyrir sér í fótbolta með krökkunum. Það gekk svona og svona, en allir skemmtu
sér vel og þá er takmarkinu náð. Síðasta æfing yngri flokka KA á þessu ári verður nk. laugardag og að henni lokinni tekur
við gott jólafrí.