Dávid lék sinn fyrsta leik gegn Magna í síðustu viku þar sem hann skoraði m.a. 1 mark í 7-0 sigri og lagði upp 2, hann lék svo gegn Leikni á laugardaginn og átti frábæran leik þar sem smellti boltanum tvisvar í slána með ævintýralegum skotum utan af velli, annað skotið leiddi til þess að Ævar Ingi skoraði og tryggði KA 3-1 sigur.
Í samtali við síðuna segist hann hæstánægður með að vera kominn í gult og blátt á nýjan leik eftir eitt tímabil í rauðu og hvítu
"Það er frábær tilfinning að spila aftur í gulu og bláu treyjunni, þar sem þetta var fyrsta liðið mitt á Íslandi og ég hef kynnst mikið af góðu fólki hjá KA og auðvitað útaf því að ég á frábærar minningar frá tímabilunum 2009 og 2010," sagði David sem líst vel á liðið og setur væntingarnar hátt
"Það er mikilvægast af öllu að við vinnum alla leiki, ekkert annað skiptir máli. Liðið er gífurlega sterkt og ef við höldum áfram að leggja mikið á okkur verður mjög erfitt að stoppa okkur í sumar," sagði Disztl og hélt áfram:
"Eins og ég sagði er liðið mjög sterkt, við höfum fengið reynslumikla leikmenn eins og Gunnar Val og Jóa Helga. Síðustu ár hefur liðið verið mjög ungt og stundum alltof lítil breidd þegar á reyndi en núna er annað uppá teningnum."
Eftir frábæra tvo leiki segist David vera í góðu formi eftir að hafa spila í Ungverjalandi síðan í febrúar.
"Mér finnst ég vera í góðu formi, svipað og 2009. Ég er búinn að vera að æfa og spila síðan í febrúar heima í Ungverjalandi og er með mikið sjálfstraust, svo ég vona að ég skori í fyrsta heimaleiknum á föstudaginn gegn Víkingi R og að sjálfsögðu að við náum 3 stigum," sagði Dávid
Hann var ekki lengi að svara þegar hann var spurður að því hvort KA eða Þór væru betri.
"Þetta er kjánaleg spurning, KA er langbesta liðið, hitt liðið er bara hræðileg bíómynd!"
"Að lokum vill ég bara hvetja alla í bænum til að mæta á leiki og styðja okkur, ef þú vilt fagna, hafa gaman og njóta lífsins, mættu þá bara aðra hverju viku á Akureyrarvöll, ég lofa þér fjöri!"