Upphitun: Leikur ársins á Þórsvelli á morgun! MÆTUM GUL OG GLÖÐ!

Ekki vonast eftir því að það gerðist, reyndu að láta það gerast!
Ekki vonast eftir því að það gerðist, reyndu að láta það gerast!
Stærsti Derby leikur ársins á Íslandi fer fram á morgun þegar okkar menn í KA og við öll flykkjumst yfir Glerána og hópum okkur saman á Þórsvellinum og aðstoðum okkar menn í að kreista fram 3 stig gegn erkifjendunum í Þór.

Það þarf ekkert að fara yfir það að leikir þessa félaga eru með þeim stærri sem eiga sér stað á Íslandi og því er ekkert skemmtilegra en að vinna þá, við erum ennþá með bragðið í munninum eftir sigurinn í fyrri leiknum og vitum að Þórsarar mæta brjálaðir til leiks með Mjölnismenn á sínum snærum.

Hvað væri betra en að vinna erkifjendurna tvívegis á 150 ára afmælisári Akureyrar? En við verðum að vinna fyrir því, VIÐ verðum að mæta og VIÐ verðum að styðja okkar menn með hvatningarhrópum og -köllum!

Eins og allir vita eru KA menn taplausir í 4 leikjum í röð og virðist stöðugleiki vera kominn í liðið sem hefur spilað mjög vel að undanförnu. Liðið er frábært eins og við vitum en hefur aðeins vantað upp á baráttuna framan af, núna er liðið farið að sýna mátt sinn og megin og hvað býr í raunninni í því.

Engin leikmaður er í banni hjá KA í leiknum en þeir Túfa, Elmar Dan og Þórður Arnar eru þó allir frá vegna meiðsla en þó er víst að Gulli hefur úr gríðarsterkum hóp að velja.

Þórsarar eru sterkir eins og við vitum öll og hafa úr sínum sterkasta hóp að velja á morgun. Nýliðinn í liði þeirra rauðklæddu, Chuck, kemur aftur inn í hópinn eftir leikbann en það er ljóst að Gunnar Valur verður að vera vel vakandi til að takast á við þennan gríðarlega sterka framherja.

Palli Gísla og Halldór Áskells þjálfarar Þórs verða í banni á morgun og því má búast við að fyrrum KA- maðurinn Hreinn Hringsson standi vaktina á bekknum.

Þórsarar standa vel að vígi í deildinni og er ljóst að sigur á morgun hleypir þeim með níu tær upp í Pepsi deildina, sigur fyrir okkur þýðir hins vegar að toppbaráttan heldur áfram og þar viljum við vera, við viljum berjast um sæti í deild þeirra bestu þar sem félag eins og KA á heima!

Leikurin hefst 17:30 á Þórsvellinum og mun Rauði Baróninn, Garðar Örn Hinriksson, sjá um flautuleik en hann er þekktur fyrir fáranlega hátt hlutfall rauðra spjalda.

Fjölskylduskemmtun verður í KA-heimilinu frá klukkan 15:00 þar sem boðið verður upp á andlitsmálningu, pylsur og fjör fyrir börnin.

Við vitum hvernig var að vinna síðast og við viljum það aftur, við verðum að mæta á völlinn og styðja okkar menn til sigurs á erfiðum útivelli. LÁTUM SJÁ OKKUR Á VELLINUM OG TÖKUM UNDIR SÖNGVA OG MYNDUM FRÁBÆRA STEMNINGU GEGN ERKIFJENDUNUM OKKAR.

ÁFRAM KA!!!!!

Hérna eru nokkrar staðreyndir fyrir leikinn á morgun:

-Í þeim tveim viðureignum liðanna á Nýja Þórsvellinum hafa Þórsarar unnið báða leikina. 

-Gunnlaugur Jónsson hefur stýrt KA í 4 leikjum gegn Þór og hefur unnið þá alla.

-KA hefur skorað 3 mörk í 4 leikjum í röð gegn Þór

-KA hefur unnið 2 af síðustu 5 leikjum liðanna í deild (frá 2009)

-KA hefur unnið síðustu 4 leiki liðanna í öllum keppnum

-KA hefur unnið 19 leiki af 52 gegn Þór síðan 1975

-Þór hefur unnð 22 leiki af 52

-11 sinnum hefur verið jafntefli

TIl að rifja upp frá fyrr í sumar! Við Viljum sigur!