3. flokkur karla varð í gær bikarmeistari fyrir Norður-/Austurland með sigri á KF/Tindastóli með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik í Ólafsfirði. Þetta er annað árið í röð sem KA vinnur KF/Tindastól í þessum úrslitaleik.
Eftir venjulegan leiktíma var markalaust en í framlengingu skoraði Gunnar Orri, fyrirliði KA-manna, 0-1 fyrir KA við mikinn fögnuð samherja og áhangenda.
Menn voru enn að fagna og senda gleðifréttir um víðan völl þegar KF/Tindastóll jafnaði leikinn. Á lokamínútu framlengingar
skoraði síðan Ívar Sigurbjörnsson glæsilegt mark og kom KA-mönnum yfir 1-2.
Stuttu síðar flautaði dómarinn, Rúnar Steingrímsson, leikinn af og KA-menn fögnuðu bikarnum vel og innilega.
Strákunum og þjálfurum þeirra, Agli Daða og Óskari, eru sendar hamingjuóskir með frábært sumar og bikarmeistartitilinn. Þeir eru vel
að titlinum komnir, töpuðu einungis einum leik og gerðu 2 jafntefli í 17 leikjum í sumar.